Ronaldo verðlaunar sig með Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 10:02 "Dýrið er mætt", segir Ronaldo í Instagram færslu sinni. Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent
Er til betri leið til að verðlauna sig sem nýbakaðan Evrópumeistara en með nýjum Bugatti Veyron bíl? Líklega ekki og sérstaklega ef viðkomandi hefur vel efni á slíkum grip. Bugatti Veyron bíllinn sem nú stendur í bílskúrnum hjá Ronaldo er af 16.4 Grand Sport Vitesse gerð og kostar 235 milljónir króna. Hann er 1.200 hestöfl sem koma frá 8,0 lítra W16 vél. Þessi bíll fer sprettinn í 100 á 2,6 sekúndum og er með hámarkshraðann 410 km/klst. Bugatti eðalkerra Ronaldo er ekki sú fyrsta sem hann festir sér, en hann á einnig Ferrari, Lamborghini og Bentley bíla. Ronaldo valdi að segja heimsbyggðinni frá þessum nýju kaupum sínum á Instagram og eru vafalaust margir sem fylgjast með kappanum sparkvissa þar. Héðan í frá er víst að Ronaldo verður snöggur á æfingar og mætir á þær með nokkrum stæl.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent