Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júlí 2016 20:45 Hamilton og Wolff sitja fyrir svörum. Vísir/Getty Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45