Hörð barátta framundan um formennsku í breska Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júlí 2016 05:00 Theresa May etur kappi við Michael Gove og fleiri um formannsembættið. Nordicphotos/AFP Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Dómsmálaráðherrann Michael Gove og innanríkisráðherrann Theresa May lýstu í gær yfir framboði sínu til embættis formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi. David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, mun láta bæði af embætti formanns flokksins og forsætisráðherra í september og nýr formaður taka við. May barðist fyrir áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en laut í lægra haldi fyrir fylkingu Goves og Boris Johnson sem börðust fyrir Brexit, aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudag síðustu viku. Auk Gove og May eru vinnumálaráðherrann Stephen Crabb, orkumálaráðherrann Andrea Leadsom og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Liam Fox í framboði. „Ég vildi hjálpa til við að byggja upp framboð Boris Johnson svo stjórnmálamaður sem mælti fyrir aðskilnaði frá Evrópusambandinu gæti leitt okkur inn í betri framtíð,“ sagði Gove þegar hann tilkynnti um framboð sitt í gær. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Boris getur ekki veitt okkur þá leiðsögn sem þarf.“ Við tilkynningu sína sagði May að Bretland þyrfti sterka og reynda stjórn til að stýra landinu í gegn um efnahagslega og pólitíska óvissu. May, sem var andvíg Brexit, sagði þó að hún myndi ekki hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Veðbankar töldu þingmanninn og Brexit-sinnann Boris Johnson líklegastan en er Johnson tilkynnti um ákvörðun sína í gær sagði hann að næsti leiðtogi íhaldsmanna myndi þurfa að sameina flokksmenn og tryggja stöðu Bretlands í heiminum. „Eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsmenn mína og í ljósi aðstæðna á þinginu hef ég dregið þá ályktun að ég geti ekki gert það,“ sagði Johnson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent