Ítalir kjósa um gjörbreytingu á stjórnarskránni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 23:42 Hinn 41 árs gamli Matteo Renzi ætlar að segja af sér embætti felli landsmenn tillögu hans. vísir/epa Útlit er fyrir að kosning Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu verði ekki eina evrópska þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti haft gífurleg áhrif. Framundan er kosning í Ítalíu sem beðið er víða. Fyrr á árinu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fram frumvarp um miklar breytingar á stjórnskipan landsins. Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt í báðum deildum ítalska þingsins en ekki með tveimur þriðju atkvæða. Því þarf að leggja breytingarnar í dóm þjóðarinnar. Ítalska þingið saman stendur af tveimur deildum. Til að frumvörp verði að lögum þarf að samþykkja þau samhljóða í báðum deildum. Takist það ekki eru þau send til baka í nýrri mynd. Þekkt er að frumvörp festist í einhverskonar limbói og ferðist fram og til baka á milli deilda. Tillaga Renzi hljóðar upp á að þingmönnum í efri deild þingsins, öldungadeildinni, verði fækkað úr 315 í hundrað. Þá er einnig lagt til að ríkisstjórn landsins þurfi ekki að njóta stuðnings beggja deilda þingsins heldur aðeins neðri deildarinnar. Nákvæm dagsetning fyrir kosninguna hefur ekki enn verið ákveðin en þó er víst að hún verður í október. Renzi hefur gefið það út að verði stjórnarskrárbreytingin ekki samþykkt muni hann segja af sér. Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að mjótt er á mununum milli fylkinga en þó virðast þeir sem ætla að kjósa nei hafa yfirhöndina. Enn eru þó gífurlega margir sem eiga eftir að ákveða sig. Fjárfestar fylgjast spenntir með þróun mála. Verði tillagan felld og segi Renzi af sér mun líklega þurfa að boða til nýrra þingkosninga. Sem stendur mælist popúlistaflokkurinn Movimento 5 Stelle, Fimm stjörnu hreyfingin, stærstur en meðlimir flokksins eru tortryggnir gagnvart Evrópusambandinu og myntbandalaginu sem því fylgir. Flokkurinn hefur boðað að kosningar um framtíð Ítalíu nái hann kjöri. Brexit Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Útlit er fyrir að kosning Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu verði ekki eina evrópska þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti haft gífurleg áhrif. Framundan er kosning í Ítalíu sem beðið er víða. Fyrr á árinu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fram frumvarp um miklar breytingar á stjórnskipan landsins. Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt í báðum deildum ítalska þingsins en ekki með tveimur þriðju atkvæða. Því þarf að leggja breytingarnar í dóm þjóðarinnar. Ítalska þingið saman stendur af tveimur deildum. Til að frumvörp verði að lögum þarf að samþykkja þau samhljóða í báðum deildum. Takist það ekki eru þau send til baka í nýrri mynd. Þekkt er að frumvörp festist í einhverskonar limbói og ferðist fram og til baka á milli deilda. Tillaga Renzi hljóðar upp á að þingmönnum í efri deild þingsins, öldungadeildinni, verði fækkað úr 315 í hundrað. Þá er einnig lagt til að ríkisstjórn landsins þurfi ekki að njóta stuðnings beggja deilda þingsins heldur aðeins neðri deildarinnar. Nákvæm dagsetning fyrir kosninguna hefur ekki enn verið ákveðin en þó er víst að hún verður í október. Renzi hefur gefið það út að verði stjórnarskrárbreytingin ekki samþykkt muni hann segja af sér. Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að mjótt er á mununum milli fylkinga en þó virðast þeir sem ætla að kjósa nei hafa yfirhöndina. Enn eru þó gífurlega margir sem eiga eftir að ákveða sig. Fjárfestar fylgjast spenntir með þróun mála. Verði tillagan felld og segi Renzi af sér mun líklega þurfa að boða til nýrra þingkosninga. Sem stendur mælist popúlistaflokkurinn Movimento 5 Stelle, Fimm stjörnu hreyfingin, stærstur en meðlimir flokksins eru tortryggnir gagnvart Evrópusambandinu og myntbandalaginu sem því fylgir. Flokkurinn hefur boðað að kosningar um framtíð Ítalíu nái hann kjöri.
Brexit Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira