Verulegur skellur Frosti Logason skrifar 30. júní 2016 07:00 Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í síðustu viku er verulegur skellur fyrir heilbrigða skynsemi. Englendingar sem sátu fyrir svörum blaðamanna þegar Íslendingar höfðu slegið þá út úr Evrópukeppninni á dögunum töluðu um að þessir tveir atburðir væru sem allar heimsins hamfarir hefðu dunið á þeim í einni og sömu vikunni. En hvað gerðist? Af hverju kusu Bretar að fleygja sér fram af hengibrún óvissunnar, kasta frá sér fjórfrelsinu og innri markaðnum þrátt fyrir að öll eðlileg hugsun mælti gegn því? Er lýðræðið virkilega orðið þetta rotnandi hræ sem Mussolini heitinn lýsti yfir á sínum tíma? Það hefur komið í ljós að illa upplýst gamalmenni létu gabba sig í aðdraganda kosninganna. Sótsvartur almúginn beit á agnið þegar útgönguhreyfingin slengdi fram loforðum um 350 milljón punda aukningu í breska heilbrigðiskerfið. Hann kokgleypti bullið um að Bretland yrði undanskilið fólksflutningaáhrifum hnattvæðingarinnar. Almúginn lét óheiðarlegan hræðsluáróður steypa sér aftur í öld heimskunnar. Í nýafstöðnum kosningum hér heima var líka fullt af fólki sem lét glepjast af óheiðarleika. Fólki var ýmist talin trú um að vinsælasti frambjóðandinn væri í raun landráðamaður gamla Evrópubandalagsins eða hann gerður út af reykfylltum bakherberjum Valhallar. Hugsið ykkur ef unga fólkið hefði setið heima á sófanum á meðan allir hlustendur Útvarps Sögu hefðu þegið skutl frá kosningaskrifstofunni á Grensásvegi. Þá hefðum við hugsanlega getað vaknað upp við hausverk lífs okkar. Sá skellur hefði bæði verið varanlegur og verulegur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í síðustu viku er verulegur skellur fyrir heilbrigða skynsemi. Englendingar sem sátu fyrir svörum blaðamanna þegar Íslendingar höfðu slegið þá út úr Evrópukeppninni á dögunum töluðu um að þessir tveir atburðir væru sem allar heimsins hamfarir hefðu dunið á þeim í einni og sömu vikunni. En hvað gerðist? Af hverju kusu Bretar að fleygja sér fram af hengibrún óvissunnar, kasta frá sér fjórfrelsinu og innri markaðnum þrátt fyrir að öll eðlileg hugsun mælti gegn því? Er lýðræðið virkilega orðið þetta rotnandi hræ sem Mussolini heitinn lýsti yfir á sínum tíma? Það hefur komið í ljós að illa upplýst gamalmenni létu gabba sig í aðdraganda kosninganna. Sótsvartur almúginn beit á agnið þegar útgönguhreyfingin slengdi fram loforðum um 350 milljón punda aukningu í breska heilbrigðiskerfið. Hann kokgleypti bullið um að Bretland yrði undanskilið fólksflutningaáhrifum hnattvæðingarinnar. Almúginn lét óheiðarlegan hræðsluáróður steypa sér aftur í öld heimskunnar. Í nýafstöðnum kosningum hér heima var líka fullt af fólki sem lét glepjast af óheiðarleika. Fólki var ýmist talin trú um að vinsælasti frambjóðandinn væri í raun landráðamaður gamla Evrópubandalagsins eða hann gerður út af reykfylltum bakherberjum Valhallar. Hugsið ykkur ef unga fólkið hefði setið heima á sófanum á meðan allir hlustendur Útvarps Sögu hefðu þegið skutl frá kosningaskrifstofunni á Grensásvegi. Þá hefðum við hugsanlega getað vaknað upp við hausverk lífs okkar. Sá skellur hefði bæði verið varanlegur og verulegur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun