38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 10:51 Langidráttur í Hítará Mynd: SVFR Laxveiðiárnar opna nú hver af annari og það er óhætt að segja að veiðin er ekkert annað en frábær í ánum. Meðal þeirra sem veiði er hafin í er Hítará en okkur voru að berast frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um opnunina í ánni. Hollið sem byrjaði veiðar landaði 38 löxum sem er besta opnun í Hítará fyrr og síðar. Laxarnir fengust víða en eins og venjulega var mesta lífið við veiðihúsið í Kverkinni og á Breiðunni en laxar fengust líka í Grettisbæli sem er eins og veiðimenn þekkja mjög ofarlega í ánni. Lax sást annars víða og eru kunnugir menn við ánna allir sammála því að staðan núna sé eins og vænta mætti í ánni um miðjan júlí. Stórlaxahlutfallið er sem stendur mjög hátt eins og annars staðar á landinu á þessu sumri sem stefnir í að verða eitt það einkennilegasta í áratugi. Önnur eins stórlaxaopnun á vesturlandi hefur ekki sést mjög lengi ef þá nokkurn tímann. Það að allar árnar skuli vera með um og yfir 50% stórlaxahlutfall og sumar mun hærra er ótrúleg staðreynd. Staðan í flestum ánum er eins og rétt fyrir mitt sumar á venjulegu ári. Ofan á þetta þá eru smálaxagöngurnar að mæta eða ættu að vera mæta þessa dagana og ef þær verða í lagi er líklegt að þetta sumar slái einhver met. Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði
Laxveiðiárnar opna nú hver af annari og það er óhætt að segja að veiðin er ekkert annað en frábær í ánum. Meðal þeirra sem veiði er hafin í er Hítará en okkur voru að berast frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur um opnunina í ánni. Hollið sem byrjaði veiðar landaði 38 löxum sem er besta opnun í Hítará fyrr og síðar. Laxarnir fengust víða en eins og venjulega var mesta lífið við veiðihúsið í Kverkinni og á Breiðunni en laxar fengust líka í Grettisbæli sem er eins og veiðimenn þekkja mjög ofarlega í ánni. Lax sást annars víða og eru kunnugir menn við ánna allir sammála því að staðan núna sé eins og vænta mætti í ánni um miðjan júlí. Stórlaxahlutfallið er sem stendur mjög hátt eins og annars staðar á landinu á þessu sumri sem stefnir í að verða eitt það einkennilegasta í áratugi. Önnur eins stórlaxaopnun á vesturlandi hefur ekki sést mjög lengi ef þá nokkurn tímann. Það að allar árnar skuli vera með um og yfir 50% stórlaxahlutfall og sumar mun hærra er ótrúleg staðreynd. Staðan í flestum ánum er eins og rétt fyrir mitt sumar á venjulegu ári. Ofan á þetta þá eru smálaxagöngurnar að mæta eða ættu að vera mæta þessa dagana og ef þær verða í lagi er líklegt að þetta sumar slái einhver met.
Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði