Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2016 13:00 Guðni Th. Jóhannsson er frambjóðandi til embættis forseta Íslands. Vísir Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00