Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2016 16:09 Flott veiði úr Hólsá Mynd: www.holsa.is Hólsá er neðsti parturinn af því vatnasvæði þar sem Ytri Rangá og Eystri Rangá sameinast. Austurbakkinn og það svæði sem tilheyrir honum núna var á sínum tíma kallað "núllið" en það var ekki vegna slælegra aflabragða en við vitum satt að segja ekki af hverju þessi nafngift kom til. Svæðið í dag nær frá ósum upp austurbakka Hólsár og að bænum Ármóti en fyrir aftan bæjarhlaðið er besti veiðistaðurinn á svæðinu. Veiðimenn eru rétt farnir að kíkja með flugurnar í ánna og það er strax búið að bóka 50 laxa. Þarna fer mikið af laxi í gegn á leið sinni upp í Eystri Rangá en þetta er ásamt góðri laxveiði magnað sjóbirtingssvæði. Það er ekki óalgengt að sjá 10-15 punda sjóbirtinga í aflanum og eins og veiðimenn þekkja þá eru mikil læti í sjóbirting af þessari stærð. Heildarveiðin í fyrra var 700 laxar en hún hófst mun seinna en núna og ljóst að ef þetta er byrjunin þá verður veiðin vafalaust góð í sumar. Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Hólsá er neðsti parturinn af því vatnasvæði þar sem Ytri Rangá og Eystri Rangá sameinast. Austurbakkinn og það svæði sem tilheyrir honum núna var á sínum tíma kallað "núllið" en það var ekki vegna slælegra aflabragða en við vitum satt að segja ekki af hverju þessi nafngift kom til. Svæðið í dag nær frá ósum upp austurbakka Hólsár og að bænum Ármóti en fyrir aftan bæjarhlaðið er besti veiðistaðurinn á svæðinu. Veiðimenn eru rétt farnir að kíkja með flugurnar í ánna og það er strax búið að bóka 50 laxa. Þarna fer mikið af laxi í gegn á leið sinni upp í Eystri Rangá en þetta er ásamt góðri laxveiði magnað sjóbirtingssvæði. Það er ekki óalgengt að sjá 10-15 punda sjóbirtinga í aflanum og eins og veiðimenn þekkja þá eru mikil læti í sjóbirting af þessari stærð. Heildarveiðin í fyrra var 700 laxar en hún hófst mun seinna en núna og ljóst að ef þetta er byrjunin þá verður veiðin vafalaust góð í sumar.
Mest lesið 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði