17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 25. júní 2016 09:00 Jóhann Hafnfjörð Rafnsson með stórlax úr opnun Víðidalsár í gær. Veiðimenn sem eiga bókaða daga í Víðidalsá í sumar bíða spenntir eftir fréttum frá opnunardeginum í gær og verða líklega glaðir með fyrstu fréttir. Fyrirsögn þessarar fréttir hefði líklega getað verið "Enn ein glæsileg opnunin" enda hafa veiðifréttir úr opnunum laxveiðiánna verið góðar og hvert metið á fætur öðru verið slegið. Víðidalsá er enn ein áin sem á glæsilega opnun og það sem gerði þennan opnunardag jafn góðan og raun bar vitni, fyrir utan góða veiðitölu, er stærðin á löxum sem tókst að landa. 17 laxar veiddust í ánni á fyrstu vakt og var það allt fallegur stórlax 80-93 sm og það sáust fleiri laxar í þessum stærðarflokki um alla á. Efasemdarmenn um Veitt og sleppt hafa verið óvenju hljóðir í sumar en það er full trú flestra veiðimanna að með aukinni sleppingu hækki meðalþyngdin í ánni og þó það taki oft nokkurn tíma að sjá árangurinn er hann þegar orðinn sýnilegur í mörgum ám og þar á meðal Víðidalsá. Nú er beðið eftir næstu opnunum og væntanlega þeim síðustu og það er óhætt að segja að væntingarstuðullinn sé kominn upp úr þakinu. Mest lesið Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Veiðikonur fjölmenntu á námskeið Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði
Veiðimenn sem eiga bókaða daga í Víðidalsá í sumar bíða spenntir eftir fréttum frá opnunardeginum í gær og verða líklega glaðir með fyrstu fréttir. Fyrirsögn þessarar fréttir hefði líklega getað verið "Enn ein glæsileg opnunin" enda hafa veiðifréttir úr opnunum laxveiðiánna verið góðar og hvert metið á fætur öðru verið slegið. Víðidalsá er enn ein áin sem á glæsilega opnun og það sem gerði þennan opnunardag jafn góðan og raun bar vitni, fyrir utan góða veiðitölu, er stærðin á löxum sem tókst að landa. 17 laxar veiddust í ánni á fyrstu vakt og var það allt fallegur stórlax 80-93 sm og það sáust fleiri laxar í þessum stærðarflokki um alla á. Efasemdarmenn um Veitt og sleppt hafa verið óvenju hljóðir í sumar en það er full trú flestra veiðimanna að með aukinni sleppingu hækki meðalþyngdin í ánni og þó það taki oft nokkurn tíma að sjá árangurinn er hann þegar orðinn sýnilegur í mörgum ám og þar á meðal Víðidalsá. Nú er beðið eftir næstu opnunum og væntanlega þeim síðustu og það er óhætt að segja að væntingarstuðullinn sé kominn upp úr þakinu.
Mest lesið Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Veiðikonur fjölmenntu á námskeið Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði