Nýr Renault Alaskan pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 14:11 Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér, Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent
Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér,
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent