5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júní 2016 10:00 Steindi Jr mælir með að fólk sleppi einu djammi í mánuði og eyði peningunum frekar í að styðja íslenska dagskrágerð. „Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“ Ghetto betur Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
„Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“
Ghetto betur Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira