Fjögur dauðaslys í Isle of Man TT Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 09:22 Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent
Eins og á fyrri árum krefst hin hættulega mótorhjólaaksturskeppni Isle of Man TT margra mannslífa. Í ár eru þau nú orðin fjögur talsins og 251. og 252. dauðsfallið í keppninni frá upphafi. Svo virðist sem afar hættulegt sé að aka á mótorhjólum með hliðarvagni, en tveir hafa látist í keppninni í ár sem ekið hafa slíku hjóli. Bretinn Ian Bell lést í gær við akstur þannig hjóls en sonur hans, sem sat í hliðarvagninum slasaðist einnig illa. Í gær lést líka 32 ára ástralskur ökumaður við keppni í Senior TT race keppninni en sú keppni er ávallt sú síðasta á dagskrá Isle of Man TT race. Nýtt hraðamet var reyndar sett um helgina, en Michael Dunlop, sem náði fyrstur manna undir 17 mínútur á 61 km langri brautinni, bætti eigið met frá því fyrr í vikunni og fór leiðina á 16 mínútum og 53,9 sekúndum. Bætti hann eigin mettíma um tæplega 5 sekúndur. Í myndskeiðinu að ofan má sjá akstur Michael Dunlop er hann setti nýtt brautarmet um helgina.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent