Bjarni um Arnar Gunnlaugs: Þurftum fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu Ingvi Þór Sæmundsson á Extra-vellinum skrifar 15. júní 2016 22:31 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, bar sig vel þrátt fyrir 3-1 tap fyrir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld. „Við gerðum of mikið af mistökum, nýtum ekki færin okkar og fengum á okkur klaufaleg mörk. Þá eigum við lítið skilið út úr leikjunum,“ sagði Bjarni eftir leik. Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, fór meiddur af velli skömmu eftir að KR-ingar komust yfir og það riðlaði leik Vesturbæinga. „Það var auðvitað ekki gott að missa Indriða út af. En Aron [Bjarki Jósepsson] kom inn á og leysti stöðuna alveg ágætlega. Þetta á ekki að vera nein einasta afsökun fyrir okkur,“ sagði Bjarni sem var sérstaklega ósáttur við þriðja mark Fjölnis. „Í þriðja markinu reynum við að troða boltanum í gegnum ómögulega stöðu í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá eða breitt þar sem þeir voru hátt uppi á vellinum. Þeir vinna boltann og hlaupa upp þegar við erum með bakvörðinn út úr stöðu. Annars fannst mér við ráða ágætlega við þá og þeir áttu ekkert margar sóknir en nýttu sín færi.“ Arnar Gunnlaugsson er nýr meðlimur í þjálfarateymi KR-inga og verður með þeim út tímabilið. En hver er hugsunin á bak við þá ráðningu? „Guðmundur [Benediktsson] er að vinna mikið fyrir Símann akkúrat núna og er mikið úti í Frakklandi þannig að við þurftum bara fleiri augu og hendur á æfingasvæðinu,“ sagði Bjarni sem hefur þrátt fyrir allt trú á því sem KR er að gera en liðið situr í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með aðeins níu stig eftir átta leiki. „Við þurfum fyrst og fremst að standa saman og halda áfram að vinna okkur í gegnum erfiðleikana. Það þýðir lítið að vorkenna sér og benda á einhvern annan. Nú þarf hver að líta í eigin barm og við byrjum strax í fyrramálið að reyna að leysa úr þessari flækju,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira