Strákarnir fengu loksins að hitta konur og börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 15:00 Alexandra Helga birti þessa flottu mynd af þeim Fríðu, Pöttru, Söndru og Hólmfríði í Saint-Étienne á dögunum. Stelpurnar styðja svo sannarlega sína menn. Mynd af Instagram-síðu Alexöndru Helgu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu að hitta eiginkonur sínar, kærustur, fjölskyldu og börn eftir 1-1 jafnteflið gegn Ungverjum í gær. Fyrir lá að kvöldið eftir leik í Marseille yrði kvöldið sem leikmenn fengju að verja nóttinni með sínum heittelskuðu. Fjölskyldur nokkurra leikmanna landsliðsins hafa haldið til í Annecy líkt og strákarnir og séð eitthvað af sínum strákum í stundum milli stríða. Aðrar fjölskyldur voru að hitta þá í fyrsta skipti í tíu daga en sumar náðu þó að hitta þá í mýflugumynd eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við blaðamenn í dag að það hefði verið æðislegt að hitta konu sína og börn eftir leikinn í gær. Eiður Smári ræddi við blaðamenn í Annecy í dag.Vísir/Vihelm„Það er eitthvað það erfiðasta að eiga við eftir fótboltaleik, að vera með mikið svekkelsi og gott að geta dreift huganum aðeins og hitt börnin sín og konu. Það getur skipt sköpum.“Svekkelsið var mikið í herbúðum íslenska liðsins eftir jafnteflið í gær sem allt stefndi í að yrði sögulegur 1-0 sigur á Ungverjum. Sjálfsmark undir lokin tryggði Ungverjum stigið og þeir fögnuðu gríðarlega enda svo gott sem komnir í sextán liða úrslit.Strákarnir okkar vöknuðu svo snemma í morgun og tóku flug frá Marseille til Annecy klukkan 11:30 að staðartíma. Þar halda þeir til fram á þriðjudag þegar flogið verður á vit næsta skrefs í EM-ævintýrinu í París. Andstæðingurinn er Austurríki, miðvikudaginn 22. júní, og sæti í 16-liða úrslitum í húfi.Pattra Sriyanonge, Alexandra Helga Ívarsdóttir, Sandra Steinarsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir voru saman á leiknum í Marseille í gær. Þær eru stoltar af strákunum sínum. Proud of our men #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 19, 2016 at 3:47am PDT Pattra hitti Theodór Elmar sinn eftir leikinn. One night in Marseille #EURO2016 #ÁframÍsland A photo posted by Pattra S (@trendpattra) on Jun 19, 2016 at 4:06am PDT Stelpurnar eru að sjálfsögðu klæddar í treyjur sinna leikmanna í Frakklandi #aframisland A photo posted by Alexandra Ivarsdottir (@alexandrahelga) on Jun 14, 2016 at 11:06am PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Fá aðeins að hitta strákana einu sinni á meðan á EM stendur Eiginkonur og kærustur strákanna í karlalandsliðinu eru mjög spenntar fyrir EM. Þær ætla að mæta á alla leikina og hafa trú á góðu gengi. 11. júní 2016 09:00