Við bara blómstrum öll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:00 "Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta,“ segir Hansína. Vísir/Anton „Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016. Garðyrkja Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
Garðyrkja Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira