Flugverð lækkar á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 11:33 Flugverð lækkar á milli ára. Vísir/GVA Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd. Fréttir af flugi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.
Fréttir af flugi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira