Er Porsche að framleiða “baby”-Panamera? Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 15:30 Hvað skildi þetta vera frá Porsche? Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent
Myndir hafa náðst af prófunum á Porsche bíl með fjórum hurðum sem er miklu minni en Porsche Panamera, eina fólksbíl Porsche í dag með fjórum hurðum. Einhverjir hafa giskað á að þarna fari coupe útgáfa af Porsche Panamera með sama undirvagni en aðrir telja að þar fari glænýr bíll með nýjum undirvagni. Útlit þessa bíls staðsetur hann einhversstaðar á milli Porsche 911 og Porsche Panamera. Porsche hefur ekkert látið uppi um þennan bíl. Bíll af þessari stærð með pláss fyrir 4 farþega ætti að eiga vænan kaupendahóp þar sem margir sem hugsað geta sér bíl með akstursgetu Porsche bíla hafa ekki keypt sér Porsche 911, Porsche Boxster eða Cayman vegna þess að þeir rúma aðeins tvo farþega. Því kæmi þessi útfærsla bíls frá Porsche ekki mikið á óvart.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent