Ford Ka+ á undir 10.000 Evrur Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 15:47 Ford Ka+. Ford svifti hulunni af nýrri gerð minnsta bíls síns Ka. Sá heitir Ka+ og er eins og nafnið bendir til stærri gerð þessa snaggaralega bíls. Bíllinn er með nýjan undirvagn en hefðbundinn undirvagn Ka er sá sami og og er undir Fiat 500 og en Ford Ka+ fær sama undirvagn og Fiesta. Með því verði aksturshæfni bílsins aukin stórlega. Bíllinn er 4 metra langur, aðeins styttri en Fiesta en 29 mm hærri. Hann er með 270 lítra skotti sem stækkað hefur verulega frá hefðbundnum Ka. Bíllinn er ætlaður þeim sem kaupa vilja ódýra bíla en ekki á kostnað rýmis. Ford segir að hér sé um að ræða vel búinn bíl á frábæru verði. Ford Ka+ verður í boði með 1,2 lítra bensínvél, annaðhvort 69 eða 84 hestöfl og fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Hann er með hitastilltri miðstöð, skriðstilli, hituðum framsætum og nálgunarvara að aftan. Ford segir að höfuðrými og fótarými afturí sé það besta í þessum flokki bíla. Bíllinn fer í sölu í þessum mánði í Evrópu og mun kosta 9.990 Evrur. Sala Ford Ka féll um 8% í fyrra og alls seldust 48.600 bílar og áætlar Ford að þetta útspil muni breyta miklu um sölu sinnar minnstu bílgerðar. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent
Ford svifti hulunni af nýrri gerð minnsta bíls síns Ka. Sá heitir Ka+ og er eins og nafnið bendir til stærri gerð þessa snaggaralega bíls. Bíllinn er með nýjan undirvagn en hefðbundinn undirvagn Ka er sá sami og og er undir Fiat 500 og en Ford Ka+ fær sama undirvagn og Fiesta. Með því verði aksturshæfni bílsins aukin stórlega. Bíllinn er 4 metra langur, aðeins styttri en Fiesta en 29 mm hærri. Hann er með 270 lítra skotti sem stækkað hefur verulega frá hefðbundnum Ka. Bíllinn er ætlaður þeim sem kaupa vilja ódýra bíla en ekki á kostnað rýmis. Ford segir að hér sé um að ræða vel búinn bíl á frábæru verði. Ford Ka+ verður í boði með 1,2 lítra bensínvél, annaðhvort 69 eða 84 hestöfl og fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Hann er með hitastilltri miðstöð, skriðstilli, hituðum framsætum og nálgunarvara að aftan. Ford segir að höfuðrými og fótarými afturí sé það besta í þessum flokki bíla. Bíllinn fer í sölu í þessum mánði í Evrópu og mun kosta 9.990 Evrur. Sala Ford Ka féll um 8% í fyrra og alls seldust 48.600 bílar og áætlar Ford að þetta útspil muni breyta miklu um sölu sinnar minnstu bílgerðar.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent