Ummæli þýsks stjórnmálamanns um Boateng vekja reiði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2016 12:30 vísir/getty Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016 EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Ummæli þýska stjórnmálamannsins Alexanders Gauland um landsliðsmanninn Jérome Boateng hafa vakið hörð viðbrögð. Gauland er varaformaður stjórnmálaflokksins AfD (Alternative für Deutschland) sem er með harða stefnu í málum innflytjenda. Hann lét hafa eftir sér að þótt fólk væri hrifið af Boateng sem fótboltamanni myndi það ekki vilja búa við hliðina á fólki eins og honum. Boateng, sem á þýska móður og ganverskan föður, vildi lítið tjá sig um þessi ummæli Gauland. „Í hreinskilni sagt hef ég ekkert um þetta að segja. Eina sem ég get gert er að hlæja að þessu,“ sagði Boateng sem hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland. „Það hryggir mig að þetta skuli enn gerast,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við. Gauland reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þar sem hann þvertók fyrir að hafa ætlað að móðga Boateng og sagði orð hans hafa verið tekin úr samhengi. Frauke Petry, formaður AfD, baðst svo afsökunar á ummælum Gauland á Twitter í gær. Ýmsir hafa komið Boateng til varnar á Twitter, þ.á.m. Julia Klöckner hjá Kristilegum demókrötum sem sagðist frekar vilja hafa Boateng sem nágranna en Gauland.Lieber Boateng als Gauland als Nachbarn. Typisches Muster AfD: beleidigen, provozieren - später dann relativieren. https://t.co/vDhbCqSz6L — Julia Klöckner (@JuliaKloeckner) May 29, 2016Benedikt Höwedes, félagi Boatengs í vörn þýska landsliðsins, tók í sama streng þegar hann tísti: „Ef þú vilt vinna titla með Þýskalandi þarftu nágranna eins og hann.“Wenn du für Deutschland Titel gewinnen willst, brauchst du Nachbarn wie ihn. #Abwehr #pic.twitter.com/hXzsI5aCq2 — Benedikt Höwedes (@BeneHoewedes) May 29, 2016
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira