Hermann nánast orðlaus: Þetta var miklu verra en blaut tuska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 21:46 Hermann átti nánast engin orð að leik loknum, slíkt var svekkelsið. vísir/valli Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45