Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 11:42 Stuðningsmenn Íslands munu fagna gullverðlaunum í sumar ef marka má spá Kevin Keegan. Vísir/Vilhelm Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira
Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45