Stjórn KKÍ mun ákveða fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 08:15 Körfuboltinn er að missa Helga Má Magnússon úr deildinni og hann er ekki eini íslenski leikmaðurinn sem er á förum. Vísir/Andri Marinó Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira