Er þetta í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2016 18:00 Werdum með sitt fræga "trollface“ Vísir/Getty Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira
Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena
Aðrar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Sjá meira