Davíð vill að þjóðin fái sig ódýrt og Twitter býður upp á nokkur sparnaðarráð til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 21:22 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42