Ég vildi bara skjóta Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. maí 2016 06:00 Kenan Turudija spilaði vel á miðjunni og skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki með frábæru skoti í slána og inn. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki