Duwayne Kerr: Kynntist góðu íslensku fólki í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2016 14:30 Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Duwayne Kerr, Jamaíkamaðurinn sem mun verja mark Stjörnunnar í sumar, lenti á Íslandi í morgun. Hann er kominn með leikheimild og er klár í slaginn gegn Víkingi á sunnudagskvöldið. Vísir ræddi í dag við Kerr sem spilaði með Sarpsborg í Noregi undanfarin tvö ár. Þar stóð hann sig mjög vel og átti stóran þátt í að koma smáliðinu í úrslitaleik norska bikarsins síðasta haust. „Stjarnan hafði samband við mig og umboðsmanninn og ég ákvað að koma og sjá hvernig Ísland er. Ég hef verið í Noregi og kynnst þar góðu íslensku fólki. Ég heyrði að þetta er góður staður og Stjarnan er gott lið þannig vonandi get ég hjálpað liðinu,“ segir Kerr sem var samherji Guðmundar Þórarinssonar og fleiri Íslendinga hjá Sarpsborg. En hvers vegna er markvörður sem var að standa sig vel í Noregi í fyrra kominn til Íslands? „Fótboltinn ber mann á marga staði og maður veit aldrei hvar maður endar. Þetta er næsta tækifæri fyrir mig til að spila og ég ákvað að taka það,“ segir hann. „Ég hef gert mikið og lagt mikið á mig. Það er ekki auðvelt að vera markvörður. Maður hefur mestu ábyrgðina, að halda markinu hreinu. Það gerði ég fyrir Sarpsborg. Ég stóð mig vel þar og ég held að fólkið hafi kunnað að meta það. Ég hlakka til þessa nýja tækifæris.“Fastamaður hjá Jamaíku Kerr er fæddur í Westmoreland á Jamaíka og ólst upp við sumar og sól. Hann viðurkennir að hann var svolítið hræddur við veðrið þegar hann ákvað að fara til Noregs fyrst 2011. „Ég var svolítið hræddur við veðrið þegar ég kom til Noregs. En ég dvaldi þar og veit hvernig þetta er. Svona er þetta bara en í lok dags þarf maður bara að sinna sinni vinnu og fá þrjú stig,“ segir hann. Kerr er fastamaður í landsliðshópi Jamaíka og stóð vaktina í tveimur leikjum af þremur hjá liðinu í riðlakeppni Copa America í fyrra. Suður-Ameríkukeppnin fer aftur fram í sumar. „Ég hef alltaf verið í hópnum. Því miður var ég ekki kallaður inn í síðasta hóp fyrir leiki í undankeppni HM þar sem ég var ekki í neinu liði. Ég er enn í myndinni. Þetta er bara spurning um hvenær ég byrja að spila aftur,“ segir Kerr. Sem betur fer verður gert hlé á deildinni í júní vegna EM. Verði hann valinn í hópinn hjá Jamaíku fyrir Copa America missir hann af leik gegn Val 5. júní og væntanlega gegn Breiðabliki 30. maí þar sem hann yrði væntanlega farinn út til æfinga með liðinu. En vonast hann eftir að komast til Bandaríkjanna í sumar? „Það er erfitt að segja. Ég einbeiti mér ekki að framtíðinni heldur því sem gerist í dag. Nú er ég komin til Stjörnunnar og þarf að gera mitt besta fyrir liðið. Svo bara gerist það sem gerist í framhaldinu af því,“ segir Duwayne Kerr. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki