Hyundai hlaut frumkvöðlaverðlaunin 2016 Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2016 16:22 Hyundai Ionic í 3 mismunandi útgáfum. Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC). Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent
Hyundai hlaut í byrjun mánaðarins frumkvöðlaverðlaun bílgreinarinnar 2016 (Automotive INNOVATIONS Award) fyrir fjölbreyttar nýjungar í bílaframleiðslu fyrir almennan neytendamarkað. Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að á síðasta ári hafi enginn annar bílaframleiðandi kynnt neytendum meira val um aflgjafa fyrir fólksbíla. Verðlaunin sem veitt eru árlega falla í skaut bílaframleiðenda sem skara fram úr á sviði þróunar til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Þess má geta að nýjasta útspil Hyundai er IONIQ, sem boðinn verður í þremur mismuandi útgáfum; sem Hybrid, Plug-In og sem hreinn rafmagnsbíll, á stóran þátt í þessum verðlaunum. Allar útfærslur hans fara í framleiðslu síðar á þessu ári og koma tvær gerðir í sýningarsalinn hjá Hyundai í Garðabæ í haust. Verðlaunin AutomotiveINNOVATIONS Award eru veitt sameiginlega af „Center of Automotive Management (CAM)“ í Þýskalandi og PriceWaterhouseCoopers (PwC).
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent