Tóm heimska ef… Bjarni Karlsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Um daginn sagði mér fróður maður að vísindamenn úti í heimi héldu því fram að hringrásin í vistkerfinu sé svo hröð að á hverjum þremur vikum hafir þú deilt frumeindum með hverri einustu lífveru sem dregið hafi andann á þessari jörð. Efni og orka eyðist ekki heldur skiptir bara um form og öðlast nýtt samhengi. Og nú halda menn jafnvel að tíunda reikistjarnan sé fundin í okkar litla sólkerfi. Við skiljum hvorki víddir alheimsins né vegi vistkerfisins til hlítar en við vitum að þar ríkir samhengi. Veröldin virðist samsett úr mörgum opnum og gagnvirkum kerfum þar sem allt er innbyrðis tengt. Kjarni veruleikans er sennilega tengsl. Góð tengsl byggja á samspili og samspil snýst alltaf um að virða samhengi, vita hvar maður sjálfur endar og annað tekur við. Mannskepnan virðist vera eina tegundin sem dreymir um að vera stærri en veruleikinn. Hún unir ekki samhengi sínu og gengur m.a.s. svo langt í sínum almættisórum að hún smíðar gjöreyðingarvopn, - tæki sem rýfur öll tengsl vistkerfisins á einu bretti! Önnur og vægari birtingarmynd þess að vilja vera stærri en veruleikinn er þegar við ráðumst yfir mörk annarra með því að öskra á fólk, berja það eða ögra með öðrum hætti. Líka þegar við bregðumst trúnaði með ósannsögli eða svikum. Þá lokast tengsl og samspil dettur niður. Það sama gerist þegar við mengum eða eignum sjálfum okkur það sem allir eiga saman svo sem vatn, land og náttúruauðlindir eða söfnum peningum í hrúgur og felum einhvers staðar langt í burtu. Allt er það tóm heimska ef veruleikinn er tengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun
Um daginn sagði mér fróður maður að vísindamenn úti í heimi héldu því fram að hringrásin í vistkerfinu sé svo hröð að á hverjum þremur vikum hafir þú deilt frumeindum með hverri einustu lífveru sem dregið hafi andann á þessari jörð. Efni og orka eyðist ekki heldur skiptir bara um form og öðlast nýtt samhengi. Og nú halda menn jafnvel að tíunda reikistjarnan sé fundin í okkar litla sólkerfi. Við skiljum hvorki víddir alheimsins né vegi vistkerfisins til hlítar en við vitum að þar ríkir samhengi. Veröldin virðist samsett úr mörgum opnum og gagnvirkum kerfum þar sem allt er innbyrðis tengt. Kjarni veruleikans er sennilega tengsl. Góð tengsl byggja á samspili og samspil snýst alltaf um að virða samhengi, vita hvar maður sjálfur endar og annað tekur við. Mannskepnan virðist vera eina tegundin sem dreymir um að vera stærri en veruleikinn. Hún unir ekki samhengi sínu og gengur m.a.s. svo langt í sínum almættisórum að hún smíðar gjöreyðingarvopn, - tæki sem rýfur öll tengsl vistkerfisins á einu bretti! Önnur og vægari birtingarmynd þess að vilja vera stærri en veruleikinn er þegar við ráðumst yfir mörk annarra með því að öskra á fólk, berja það eða ögra með öðrum hætti. Líka þegar við bregðumst trúnaði með ósannsögli eða svikum. Þá lokast tengsl og samspil dettur niður. Það sama gerist þegar við mengum eða eignum sjálfum okkur það sem allir eiga saman svo sem vatn, land og náttúruauðlindir eða söfnum peningum í hrúgur og felum einhvers staðar langt í burtu. Allt er það tóm heimska ef veruleikinn er tengsl.