Metleikur á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2016 08:00 Helena Sverrisdóttir hefur skorað 62 stig á 68 mínútum í úrslitaeinvíginu og Haukar hafa unnið með 21 stigi þegar hún er á vellinum. Fréttablaðið/Anton Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira