White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2016 21:44 Vísir/Getty Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“ MMA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“
MMA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira