Rússneskur auðjöfur kaupir 99% í Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 16:19 Aksturskeppni í gangi á Nürburgring brautinni. Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent
Síðustu ár hafa verið eigendum þýsku akstursbrautarinnar Nürburgring erfið og hver aðilinn á fætur öðrum hefur reynt að kaupa brautina þekktu fyrir lítið fé, en rekstur hennar hefur verið í járnum í nokkurn tíma. Nú hefur hinsvegar Rússinn Viktor Kharitonin keypt 99% hlutafjár í brautinni. Allt stefndi fyrir það í að fyrirtækið Capricorn Development frá Düsseldorf keypti brautina, en fyrirtækið stóð ekki við greiðslur. Með Capricorn var Getspeed Performance sem átti að eiga mikinn minnihluta. Það 1% sem eftir stendur verður einmitt í eigu Getspeed Performance. Kaupverð Kharitonin er sagt vera 10,8 milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að fá Formúlu 1 kappakstur aftur á Nürburgring brautina en fjárhagslega veik staða fyrri eigenda hefur komið í veg fyrir það. Það gæti breyst nú og Kharitonin á víst í viðræðum við Bernie Ecclestone um að efna til Formúlu 1 kappaksturs á brautinni á næsta ári.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent