Bílabúð Benna í Eyjum um helgina Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 13:48 Opel Astra verður í Eyjum. Bílabúð Benna heimsækir Vestmannaeyjar um helgina með glæsilegan bílaflota og slær upp sýningu við Nethamra. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að til sýnis verði Opel, Chevrolet og SsangYong bílar. Frá Opel ber hæst frumsýning í Eyjum á nýkjörnum Bíl ársins, Opel Astra, aðrar gerðir frá Opel eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka og töffarinn Corsa. Frá Chevrolet verður flaggað hinum fallega Cruze og metsölubílnum Spark. Þá verða líka með í ferð hörku jepparnir Korando og Rexton frá SsangYong, sem vakið hafa athygli fyrir gæði og frábært verð. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, laugardaginn 30. apríl, frá kl: 11:00 – 16:00 og sunnudaginn 1. maí, frá kl. 11:00 til 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Heitt verður á könnunni og bakkelsi á borðum. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent
Bílabúð Benna heimsækir Vestmannaeyjar um helgina með glæsilegan bílaflota og slær upp sýningu við Nethamra. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að til sýnis verði Opel, Chevrolet og SsangYong bílar. Frá Opel ber hæst frumsýning í Eyjum á nýkjörnum Bíl ársins, Opel Astra, aðrar gerðir frá Opel eru flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka og töffarinn Corsa. Frá Chevrolet verður flaggað hinum fallega Cruze og metsölubílnum Spark. Þá verða líka með í ferð hörku jepparnir Korando og Rexton frá SsangYong, sem vakið hafa athygli fyrir gæði og frábært verð. Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, laugardaginn 30. apríl, frá kl: 11:00 – 16:00 og sunnudaginn 1. maí, frá kl. 11:00 til 14:00. Allir eru hjartanlega velkomnir. Heitt verður á könnunni og bakkelsi á borðum.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent