Ford með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 16:50 Ford Fiesta. Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur aldrei hagnast meira á fyrsta ársfjórðingi sem nú og var hagnaðurinn helmingi meiri en í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta nam 471 milljarði en 310 milljarði eftir skatta. Hagnaður af veltu var einnig hár, eða 9,8%. Það sem helst skýrir þennan ágæt hagnað er mikil sala í pallbílum, jeppum og jepplingum Ford. Sala bíla í mars í Bandaríkjunum olli vonbrigðum og átti það líka við hjá Ford en hún hefur aftur tekið kipp nú í apríl og eins og í fyrra stefnir í mjög góða sölu bíla þar vestanhafs. Var hún 17,5 milljón bílar í fyrra og stefnir í álíka tölu í ár. Hagnaður Ford var verulega umfram væntingar markaðarins og hagnaður á hvern hlut í Ford varð miklu meiri en spáð var. Hann var nú 0,68 dollarar á hlut en var 0,39 dollarar í fyrra. Þessi fyrsti ársfjórðungur er sá fjórði í röðinni hjá Ford þar sem salan eykst í Evrópu eftir langan tíma stöðnunar í sölu Ford bíla þar.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent