Tökur á Fast 8 halda áfram á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2016 09:59 Héðan frá Íslandi fór tökulið Fast & Furious myndarinnar til Kúbu til að taka upp atriði í myndinni. Svo virðist sem víða verði komið við í upptökum á þessari mynd sem Íslendingar bíða eftir með eftirvæntingu eins og ávallt þegar stórmyndir eru að hluta til teknar upp hérlendis. Tökurnar á Kúbu fara fram í Havana. Þar er meðal annars Mercedes Benz M-Class jeppis sem tökubíll sem eltir bílana sem þeyst er um á á götu Havana borgar. Líklegt má telja að antikbílar þeir sem finna má á Kúbu, eftir langvarandi innflutningbann á bílum frá Bandaríkjunum, verði í aðalhlutverki í tökunum á Kúbu. Tökur á Fast & Furious myndinni á Kúbu markar þau tímamót að hún er fyrsta Hollywood kvikmyndin sem tekin er upp á Kúbu síðan þiðnaði á milli þjóðanna í samskiptum og innflutningsbanninu var aflétt. Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Dwayne “The Rock” Johnson, Tyrese Gibson, Chris “Ludacris” Bridges, Lucas Black, Kurt Russell, Eva Mendes og Jason Statham eru öll stödd við tökurnar á myndinni á Kúbu nú. Í myndinni leika einnig Charlize Theron og Scott Eastwood, sonur Clint Eastwood. Frumsýning myndarinnar er sett þann 14. apríl á næsta ári svo biðin eftir henni er um eitt ár. Í myndskeiðinu hér að ofan sést frá upptökunum á Kúbu. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent
Héðan frá Íslandi fór tökulið Fast & Furious myndarinnar til Kúbu til að taka upp atriði í myndinni. Svo virðist sem víða verði komið við í upptökum á þessari mynd sem Íslendingar bíða eftir með eftirvæntingu eins og ávallt þegar stórmyndir eru að hluta til teknar upp hérlendis. Tökurnar á Kúbu fara fram í Havana. Þar er meðal annars Mercedes Benz M-Class jeppis sem tökubíll sem eltir bílana sem þeyst er um á á götu Havana borgar. Líklegt má telja að antikbílar þeir sem finna má á Kúbu, eftir langvarandi innflutningbann á bílum frá Bandaríkjunum, verði í aðalhlutverki í tökunum á Kúbu. Tökur á Fast & Furious myndinni á Kúbu markar þau tímamót að hún er fyrsta Hollywood kvikmyndin sem tekin er upp á Kúbu síðan þiðnaði á milli þjóðanna í samskiptum og innflutningsbanninu var aflétt. Vin Diesel, Michelle Rodriguez, Dwayne “The Rock” Johnson, Tyrese Gibson, Chris “Ludacris” Bridges, Lucas Black, Kurt Russell, Eva Mendes og Jason Statham eru öll stödd við tökurnar á myndinni á Kúbu nú. Í myndinni leika einnig Charlize Theron og Scott Eastwood, sonur Clint Eastwood. Frumsýning myndarinnar er sett þann 14. apríl á næsta ári svo biðin eftir henni er um eitt ár. Í myndskeiðinu hér að ofan sést frá upptökunum á Kúbu.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent