Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. apríl 2016 09:45 Conor og Carvalho. vísir/getty & facebook Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho. MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Conor McGregor var í salnum er Joao Carvalho barðist í síðasta sinn og lést svo 48 tímum síðar. Carvalho hlaut alvarlegan heilaskaða í bardaga gegn Charlie Ward á laugardag. Allt virtist vera í lagi meðan á bardaganum stóð sem og strax eftir að honum lauk. Svo gerðust hlutirnir hratt er honum fór að hraka skömmu síðar. Carvalho endaði á skurðarborðinu í heilaaðgerð sama kvöld og lést svo af sárum sínum á mánudag. „Þetta eru hrikaleg tíðindi með Joao Carvalho. Að sjá ungan mann gera eitthvað sem hann elskar, að keppa um betra líf og vera svo tekinn frá okkur er ömurlegt,“ skrifaði McGregor á Facebook-síðu sína í gær en andstæðingur Carvalho æfir á sama stað og McGregor og er með sama þjálfara.Sjá einnig: MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin „Við erum bara menn og konur að gera hlut sem við elskum í von um betra líf fyrir okkur sjálf og fjölskyldur okkar. Enginn sem tekur þátt í bardagaíþróttum vill sjá svona gerast. Þetta er svo sjaldgæfur atburður að ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Ég sat upp við búrið að styðja félaga minn. Bardaginn var fram og til baka og ég bara skil þetta ekki.“Conor og þjálfarinn John Kavanagh voru báðir á staðnum er Carvalho barðist í síðasta sinn.vísir/gettyConor sendir síðan samúðarkveðjur til fjölskyldu og liðs Carvalho. Segir hann hafa verið frábæran bardagamann sem allir munu sakna. „Bardagaíþróttir er brjálaður leikur og miðað við atvik í hnefaleikum um daginn og núna í MMA þá er þetta sorglegur tími fyrir bardagakappa og unnendur íþróttarinnar,“ segir Conor og bætir við. „Það er auðvelt fyrir þá sem standa fyrir utan leikinn að gagnrýna lifnaðarhætti okkar en fyrir þær milljónir manna um allan heim sem hafa öðlast betra líf, betri heilsu, andlega sem líkamlega í gegnum íþróttina er erfitt að kyngja þessu. Við vorum að missa einn af okkar mönnum.“ Búið er að stofna styrktarsjóð svo hægt sé að standa straum af útfararkostnaði og til styrktar fjölskyldu Carvalho.
MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira