Rússíbani sem fer alla leið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2016 07:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er fimmfaldur Íslandsmeistari. vísir/stefán Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Körfubolti Snæfell hefur aldrei tapað í lokaúrslitum kvenna og Haukakonan Pálína Gunnlaugsdóttir á fimm gullpeninga úr þeim fimm úrslitaeinvígum sem hún hefur tekið þátt á ferlinum. Snæfellsliðið hefur unnið 3-0 sigra á Haukum (2014) og Keflavík (2015) í lokaúrslitum síðustu tveggja ára en ólíkt þessum einvígum er Snæfellsliðið ekki með heimavallarréttinn í úrslitaeinvíginu í ár sem hefst með fyrsta leik klukkan 17.00 í dag á heimavelli Hauka á Ásvöllum. „Þetta verður einhver rússíbani,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sem var svo nálægt því að slá Hauka út í undanúrslitunum. Grindavík komst í 2-0 en Haukar unnu þrjá síðustu leikina. Daníel hefur þrisvar fagnað sigri á móti Haukum á tímabilinu en lið hans tapaði aftur á móti öllum fimm leikjum sínum á móti Snæfelli, þar á meðal bikarúrslitaleiknum í febrúar. „Bæði liðin eru með gríðarlega sterkan heimavöll og ég er alveg sannfærður um að þetta fari í oddaleik og endi því í úrslitaleik á Ásvöllum,“ segir Daníel og það má heyra á honum að það er ekkert auðvelt að spá fyrir um næstu Íslandsmeistara. „Ég giska á það að Snæfell hafi þetta í oddaleik,“ segir Daníel.graf/fréttablaðið„Haukar eru með gríðarlega sterkt lið en Snæfell er líka með frábært lið. Snæfell er líka með frábæran erlendan leikmann sem getur klárað leiki upp á sitt eindæmi. Þetta verður barátta á milli Haiden og Helenu,“ segir Daníel. Haiden Palmer hjá Snæfelli og Helena Sverrisdóttir hjá Haukum voru framlagshæstar í undanúrslitunum og í þeim innbyrðisleikjum liðanna sem þær hafa byrjað vel hafa þeirra lið verið í mjög góðum málum. „Þetta getur dottið báðum megin en í þessu einvígi, sem verður stál í stál, þá tel ég að Snæfell hafi yfirhöndina. Þær eru líka með gríðarlega sterkan leiðtoga í Gunnhildi og eru ríkjandi meistarar sem hjálpar þeim líka,“ segir Daníel. Haukarnir unnu 19 stiga sigur í síðasta leik liðanna þar sem Haukaliðið var komið í 27-12 eftir fyrsta leikhlutann. Þá voru 49 dagar og einn bikarmeistaratitill hjá Snæfelli frá því að liðin mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell komst í 29-11 eftir fyrsta leikhlutann og vann 84-70. „Í seríunni okkar á móti Haukum var varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Það er það sem Haukarnir ætla að byggja á en Snæfell er með öðruvísi lið en við og hefur innanborðs leikstjórnanda sem er að skora mikið,“ segir Daníel. „Þetta verður gríðarlega skemmtilegt einvígi,“ segir Daníel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira