Alfreð að læra sjötta tungumálið: Mikilvægt að aðlagast fólkinu og bænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2016 08:00 Framherji og tungumálamaður. vísir/getty Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður. Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma. Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“ Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar. „Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð. „Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður. Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma. Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“ Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar. „Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð. „Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00
Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44