Landsliðsmiðherjinn komst ekki í úrvalslið Keflvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 22:30 Sandra Lind Þrastardóttir. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45
Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00
Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30
Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42