Ryder: Skil af hverju fólk hefur áhyggjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2016 18:00 Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Íþróttadeild 365 birti í morgun fyrstu spá sína fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild karla en hún hófst með því að nýliðum Þróttar var spáð tólfta og neðsta sætinu. Sjá einnig: Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Akraborgin á X-inu tekur þátt í ítarlegri umfjöllun okkar um Pepsi-deildina en í dag var Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, gestur þáttarins í tilefni af spánni. „Þetta var viðbúið hjá fjölmiðlum að spá okkur í tólfta sætið en það er ekki skoðun okkar í félaginu eða stuðningsmanna,“ sagði Ryder í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þróttur náði ekki að vinna leik á undirbúningstímabilinu og varð að gefa síðasta leik sinn í Lengjubikarnum, gegn Þór á Akureyri. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Það er auðvitað alltaf betra að vinna leikina sína. Þess vegna erum við í fótbolta. En meira máli skiptir er að vinna þegar það hefur mikla þýðingu. Stundum þarf að fórna leikjum á undirbúningstímabilinu til þess,“ sagði þjálfarinn sem hefur ekki áhyggjur af því að gengi síðustu vikna hafi áhrif á andrúmsloftið í félaginu. „Ég skil af hverju fólk heldur það. En við höfum spilað 5-6 æfingaleiki síðan við fórum í æfingaferðina til Spánar og töpuðum engum þeirra. Þeir leikir fá ekki jafn mikla athygli og mótsleikir og því margir sem taka ekki eftir því. En leikmenn eru fullir sjálfstrausts og mikil tilhlökkum hjá öllum í kringum félagið.“ Sjá einnig: Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Ryder fer einnig vandlega yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar á leikmannahópi Þróttar í vetur en margir þeirra eru leikmenn sem hafa ekki spilað hér á landi áður. En liðið missti Viktor Jónsson, sem var lánsmaður frá Víkingi, aftur í Fossvoginn og fékk Emil Atlason í hans stað. „Framherjar eru afar mismunandi og Emil hefur verið frábær. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum okkar. Hann hefur mikið sjálfstraust en nokkuð óreyndur þar sem hann hefur í raun aldrei fengið almennilegt tækifæri til að sanna sig,“ sagði Ryder sem fór um víðan völl í viðtalinu hér efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30 Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Karl Brynjar: Loksins heimtað að við vinnum leiki Karl Brynjar Björnsson spilar sitt fyrsta tímabil í efstu deild á fjórtán ára ferli í sumar. 18. apríl 2016 09:30
Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Þróttar 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2016 09:00