Hundruð flóttamanna drukknuðu á leið til Ítalíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. apríl 2016 07:00 Á sunnudag var 108 manns bjargað af gúmmíbát sem sökk á Miðjarðarhafi og var fólkið síðan flutt til ítölsku eyjunnar Lampedusa. vísir/epa Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira