Audi SQ7 í aðalhlutverki í Captain America Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2016 12:22 Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent
Í tilvonandi Captain America kvikmynd leika Audi bílar stórt hlutverk og koma mikið við sögu. Svo mikið að sumir hafa sagt að myndin sé ein stór Audi auglýsing. Með stærsta hlutverkið fara Audi SQ7 jeppar sem stundum sjást í hrönnum í myndinni, meðal annars í miklum eltingaleik. Einnig koma Audi R8 V10 Plus, Audi A4, Audi A7 Sportback og Audi Prologue tilraunabíll við sögu. Þetta má sjá í auglýsingastiklu Audi hér að ofan sem klippt er inn í atriði úr myndinni og felur einnig í sér ágætan húmor. Það er Chris Evans sem leikur Captain America og hann ekur Audi SQ7 bíl en Tony Stark sem Iron Man ekur Audi S8 bíl í myndinni. Þessi nýja Captain America mynd mun heita Civil War og frumsýning hennar er 6. maí næstkomandi. Kannski verða í henni fleiri Audi bílar en leikarar og er það vel því þarna fara fallegir bílar.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent