Barist á götum New York Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. apríl 2016 09:15 Á yfirborðinu er The Division ákaflega fallegur og heillandi skotleikur. Spilarinn þræðir auðar götur New York-borgar og tekst á við afleiðingar skelfilegrar farsóttar sem hryðjuverkamenn leystu úr læðingi. The Division er taktískur, þriðju persónu skotleikur sem byggir á loforði Ubisoft um risavaxinn leikvöll spilara og langa, lífræna framvindu sem knúin er áfram af löngunni eftir sífellt betri tækjum, tólum og búnaði. Þetta er þó aðeins yfirborðið, því eins og með svo marga leiki frá Ubisoft þá er The Division hrjáður tæknilegum göllum sem í besta falli gera leikinn þreytandi en í versta falli óspilanlegan. Sjálf spilunin er þokkaleg og sögusviðið er sannarlega heillandi en Ubisoft tekst ekki að innleiða spunaspil (RPG) í anda Destiny eða WoW í sögusvið sem byggir á raunheimi. Áherslurnar fara ekki vel saman og togstreitan er hvergi sjáanlegri en þegar það tekur nokkur magasín að fella grímuklæddan gaur í hettupeysu að nafni Brian. Þrátt fyrir áhersluna á fjölspilun gerir The Division ekki þá kröfu á spilara að taka höndum saman við aðra. Spilarinn getur hreinsað New York af óeirðaseggjum einsamall en undir vélarhlífinni er gríðarlega vel heppnað fjölspilunarkerfi sem snertir í raun alla fleti leiksins.Spilarinn upprætir ólíkar fylkingar skúrka sem freista þess að hagnast á óðagotinu í borginni. Þrátt fyrir það breytist lítið. Eina úrræði spilarans til að bæta líf borgarbúa virðist vera að taka í gikkinn nógu oft. Í grunninn er The Division þokkalegur skotleikur en spunaspilið og fjölspilunin þvælist oft á tíðum fyrir. The Division er langtíma verkefni og fyrstu viðbætur við leikinn hafa þegar komið út og gert spilunina fágaðri. Enn skortir þó á jafnvægi milli skotgleðinnar og spunans. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Á yfirborðinu er The Division ákaflega fallegur og heillandi skotleikur. Spilarinn þræðir auðar götur New York-borgar og tekst á við afleiðingar skelfilegrar farsóttar sem hryðjuverkamenn leystu úr læðingi. The Division er taktískur, þriðju persónu skotleikur sem byggir á loforði Ubisoft um risavaxinn leikvöll spilara og langa, lífræna framvindu sem knúin er áfram af löngunni eftir sífellt betri tækjum, tólum og búnaði. Þetta er þó aðeins yfirborðið, því eins og með svo marga leiki frá Ubisoft þá er The Division hrjáður tæknilegum göllum sem í besta falli gera leikinn þreytandi en í versta falli óspilanlegan. Sjálf spilunin er þokkaleg og sögusviðið er sannarlega heillandi en Ubisoft tekst ekki að innleiða spunaspil (RPG) í anda Destiny eða WoW í sögusvið sem byggir á raunheimi. Áherslurnar fara ekki vel saman og togstreitan er hvergi sjáanlegri en þegar það tekur nokkur magasín að fella grímuklæddan gaur í hettupeysu að nafni Brian. Þrátt fyrir áhersluna á fjölspilun gerir The Division ekki þá kröfu á spilara að taka höndum saman við aðra. Spilarinn getur hreinsað New York af óeirðaseggjum einsamall en undir vélarhlífinni er gríðarlega vel heppnað fjölspilunarkerfi sem snertir í raun alla fleti leiksins.Spilarinn upprætir ólíkar fylkingar skúrka sem freista þess að hagnast á óðagotinu í borginni. Þrátt fyrir það breytist lítið. Eina úrræði spilarans til að bæta líf borgarbúa virðist vera að taka í gikkinn nógu oft. Í grunninn er The Division þokkalegur skotleikur en spunaspilið og fjölspilunin þvælist oft á tíðum fyrir. The Division er langtíma verkefni og fyrstu viðbætur við leikinn hafa þegar komið út og gert spilunina fágaðri. Enn skortir þó á jafnvægi milli skotgleðinnar og spunans.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira