Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 2. apríl 2016 19:30 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira