25 ár frá kaupum Volkswagen á Skoda Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 13:30 Mikið hefur breyst hjá Skoda á 25 árum. Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent
Árið 1991 keypti Volkswagen 31% hlut í tékkneska bílaframleiðandanum Skoda fyrir 620 milljónir þýskra marka. Frá því jók Volkswagen stöðugt við eign sína í fyrirtækinu og aldamótaárið 2000 var Volkswagen svo búið að kaupa alla hluti í Skoda. Árið 1991 framleiddi Skoda 200.000 bíla á ári af aðeins tveimur bílgerðum en í fyrra var framleiðsla Skoda komin yfir 1 milljón bíla og bílar þess seldir í yfir 100 löndum. Frá fystu kaupum Volkswagen hefur fyrirtækið fjárfest fyrir 11 milljarða evra í Skoda svo það hefur ekki verið ókeypis að auka söluna svo mikið og auka virði Skoda í leiðinni.8% útflutningstekna TékklandsRekstur Skoda bjó til 4,5% af þjóðartekna Tékklands árið 2014 og stóð fyrir 8% útflutningstekna landsins. Það hefur væntanlega aðeins vaxið síðan. Skoda merkið hefur á þessum tíma breyst úr því að vera staðbundið bílamerki sem þjónaði aðeins heimamarkaði og nálægum löndum í það að vera alþjóðlegt bílamerki sem selt er á flestum stærri mörkuðum. Skoda bílar hafa þó aldrei verið seldir í Bandaríkjunum. Rekstur Skoda er mjög arðbær og skilar fyrirtækið móðurfélaginu Volkswagen ávallt fínum hagnaði.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent