Sala bíla í Evrópu jókst um 5,2% í mars Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 10:05 Páskarnir voru í mars og fækkaði það bílasöludögunum. Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent
Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent