Nú talar Alfreð þýsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 14:44 Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku. Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku.
Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira