Yngsti meðlimur MisFit Athletics teymisins frá upphafi Guðrún Ansnes skrifar 11. apríl 2016 11:38 Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega. Vísir/Ernir „Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum. Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
„Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum.
Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira