Skoda kaupir í kínverska bílaframleiðandanum SAIC Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 11:24 Skoda VisionS jeppinn mun fást strax á fyrsta ársfjórðungi næsta árs í Kína. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur fjárfest í kínverska bílaframleiðandanum SAIC fyrir 2 milljarða evra, eða 282 milljarða króna og ætlar með því að tvöfalda sölu bíla sinna í Kína í lok þessa áratugar. Volkswagen, sem er móðurfyrirtæki Skoda, á einnig í SAIC og bílar Volkswagen eru framleiddir í verksmiðjum SAIC. Skoda seldi 281.700 bíla í Kína í fyrra og ef áætlanir Skoda ganga eftir í Kína verður salan komin yfir hálfa milljón bíla þarlendis árið 2020. Sala Skoda í Kína nam um fjórðungi í heildarsölu Skoda í heiminum öllum í fyrra. Skoda ætlar að bæta við þremur nýjum gerðum jeppa og jepplinga í viðbót við það fólksbílaúrval sem Skoda býður nú í Kína. Skoda selur nú aðeins Yeti jepplinginn í Kína. Skoda ætlar meðal annars að hefja sölu VisionS jeppans á fyrsta fjórðungi næsta árs í Kína. Skoda VisionS jeppinn var kynntur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf fyrr í þessum mánuði og hann verður einnig sýndur á komandi bílasýningu í Peking.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent