Tíu FH-ingar ekki í vandræðum með Þróttara | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2016 18:50 Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH lögðu nýliða Þróttar, 2-0, í riðli fjögur í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en bæði mörk FH-inga komu í fyrri hálfleik. Eftir að Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, var búinn að halda sínum mönnum á lífi framan af leik skoraði FH loks fyrsta markið. Það gerði besti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Emil Pálsson, úr vítaspyrnu á 34. mínútu leiksins. Bergsveinn Ólafsson, miðvörðurinn öflugi sem kom til FH frá Fjölni í vetur, bætti svo öðru marki FH við á 45. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu, 2-0. Eftir sex mínútur í seinni hálfleik fékk Guðmann Þórisson sitt annað gula spjald og þar með rautt. Spjaldið var nokkuð umdeilt og tóku FH-ingar ekki vel í dóminn eins og sjá má hér. Þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst Þrótturum ekki að skora en FH-ingar voru nær því að bæta við. Kristján Flóki Finnbogason átti skot í innanverða stöngina og Atli Guðnason skot í slána. Lokatölur 2-0 FH-ingar á toppi riðlis fjögur með tólf stig eða fullt hús eftir fjóra leiki. Þeir eru búnir að vinna rirðilinn því Leiknir Reykjavík getur aðeins náð ellefu stigum. Þrótturum hefur gengið afleitlega á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa ekki unnið einn af ellefu leikjum liðsins í Fótbolti.net-mótinu, Reykjavíkurmótinu né Lengjubikarnum og aðeins gert eitt jafntefli. Þróttur er búinn að skora þrjú mörk í þessum ellefu leikjum og fá á sig 25. Lengst liðu 670 mínútur á milli marka hjá liðinu og þá er það búið að tapa fyrir þremur 1. deildar liðum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“ Guðmann Þórisson fékk umdeilt rautt spjald í Lengjubikarnum á móti Þrótti og FH-ingar létu dómarana heyra það. 20. mars 2016 18:26