Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. mars 2016 07:00 Lögreglan í Belgíu birti þessa mynd í gær, segir dökklæddu mennina tvo vera árásarmennina en sá ljósklæddi sé nú eftirlýstur. Nordicphotos/AFP Yfir þrír tugir manna létu lífið og um 250 særðust í sjálfsvígsárásum í Brussel í gærmorgun. Grimmdarverkasamtökin DAISH, eða Íslamska ríkið, lýstu síðdegis yfir ábyrgð sinni. Í yfirlýsingu frá DAISH segir að þetta hafi verið hefndaraðgerð vegna þátttöku Belgíu í hernaði Vesturlanda gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Aðalsaksóknari Belgíu staðfesti í gær að þarna hafi sjálfsvígsárásarmenn verið á ferðinni. Tveir hafi sprengt sig á Zaventem-flugvellinum og einn á Maelbaek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið á flugvellinum en tuttugu á lestarstöðinni. Að auki særðust minnst 100 manns á flugvellinum og 130 á lestarstöðinni, sumir lífshættulega. Þriðja sprengjan fannst á flugvellinum og var hún eyðilögð. Lögreglan í Belgíu hefur lýst eftir manni, sem talinn er hafa verið viðriðinn árásirnar í Brussel í gærmorgun og rýmdi lögregla nokkur hverfi til að leita að honum. Svo virðist sem hann hafi einnig ætlað að sprengja sig en hætt við. Birt hefur verið ljósmynd af honum frá flugvellinum, þar sem hann er klæddur í ljós föt. Á myndinni eru einnig tveir aðrir menn, sem taldir eru vera sjálfsvígsárásarmennirnir. Þá segist lögreglan hafa handtekið tvo grunaða vitorðsmenn stuttu eftir árásirnar í gærmorgun. Sprengingin á Maelbaek-stöðinni heyrðist einnig vel á næstu stöð, Schuman-lestarstöðinni, en báðar þessar stöðvar eru í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni. Öryggisráðstafanir voru einnig gerðar í nágrannalöndunum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Frakkar sendu 1.600 lögreglumenn út af örkinni, bæði að landamærum Belgíu og að lestarstöðvum og öðrum miðstöðvum almenningssamgangna. „Það sem við óttuðumst hefur gerst,“ sagði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni og standa saman. „Þetta er árás hugleysingja. Árás á gildi okkar og á hin opnu samfélög okkar,“ skrifaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína. „Hryðjuverkamönnum mun ekki takast að yfirbuga lýðræðið og svipta okkur frelsinu.“ Pitsakassar komu lögreglu á sporið Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að árásirnar í Brussel í gær tengist árásunum í París í nóvember. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir frá því Salah Abdeslam, einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París, var handtekinn í Brussel. Abdeslam er talinn hafa verið lykilmaður við skipulagningu árásanna í París, sem kostuðu 130 manns lífið. Hann komst undan og var í felum þar til hann náðist í kjallara í húsi þar sem móðir vinar hans býr í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Vinurinn heitir Abid Aberkan. Lögreglan hafði fylgst með honum eftir að hann hafði sést við jarðarför bróður Abdeslams, sem hét Brahim Abdeslam. Brahim var eins og Salah einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París í nóvember. Brahim sprengdi sig þar í loft upp en Salah mun einnig hafa ætlað að sprengja sig, en hætt við á síðustu stundu. Brahim var borinn til grafar á fimmtudaginn í síðustu viku, daginn áður en Salah náðist. Aberkan var einn burðarmanna líkkistu Brahims. Eftir jarðarförina tók lögregla að fylgjast með íbúðinni, sem Aberkan bjó í ásamt móður sinni. Grunur lögreglu vaknaði eftir að mikið magn af pitsum var borið inn í húsið. Þar með tókst lögreglunni loks að handsama Salah, fjórum mánuðum eftir árásirnar í París. Þar í íbúðinni var einnig handtekinn annar maður, Amine Choukri. Loks hafði lögreglan stuttu síðar hendur í hári Aberkans í einu úthverfa Brussels. Lögreglan í Belgíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fyrir löngu búin að hafa uppi á Abdeslam.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Sjálfsvígsárásir í Brussel Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Yfir þrír tugir manna létu lífið og um 250 særðust í sjálfsvígsárásum í Brussel í gærmorgun. Grimmdarverkasamtökin DAISH, eða Íslamska ríkið, lýstu síðdegis yfir ábyrgð sinni. Í yfirlýsingu frá DAISH segir að þetta hafi verið hefndaraðgerð vegna þátttöku Belgíu í hernaði Vesturlanda gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Aðalsaksóknari Belgíu staðfesti í gær að þarna hafi sjálfsvígsárásarmenn verið á ferðinni. Tveir hafi sprengt sig á Zaventem-flugvellinum og einn á Maelbaek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið á flugvellinum en tuttugu á lestarstöðinni. Að auki særðust minnst 100 manns á flugvellinum og 130 á lestarstöðinni, sumir lífshættulega. Þriðja sprengjan fannst á flugvellinum og var hún eyðilögð. Lögreglan í Belgíu hefur lýst eftir manni, sem talinn er hafa verið viðriðinn árásirnar í Brussel í gærmorgun og rýmdi lögregla nokkur hverfi til að leita að honum. Svo virðist sem hann hafi einnig ætlað að sprengja sig en hætt við. Birt hefur verið ljósmynd af honum frá flugvellinum, þar sem hann er klæddur í ljós föt. Á myndinni eru einnig tveir aðrir menn, sem taldir eru vera sjálfsvígsárásarmennirnir. Þá segist lögreglan hafa handtekið tvo grunaða vitorðsmenn stuttu eftir árásirnar í gærmorgun. Sprengingin á Maelbaek-stöðinni heyrðist einnig vel á næstu stöð, Schuman-lestarstöðinni, en báðar þessar stöðvar eru í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni. Öryggisráðstafanir voru einnig gerðar í nágrannalöndunum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Frakkar sendu 1.600 lögreglumenn út af örkinni, bæði að landamærum Belgíu og að lestarstöðvum og öðrum miðstöðvum almenningssamgangna. „Það sem við óttuðumst hefur gerst,“ sagði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni og standa saman. „Þetta er árás hugleysingja. Árás á gildi okkar og á hin opnu samfélög okkar,“ skrifaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína. „Hryðjuverkamönnum mun ekki takast að yfirbuga lýðræðið og svipta okkur frelsinu.“ Pitsakassar komu lögreglu á sporið Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að árásirnar í Brussel í gær tengist árásunum í París í nóvember. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir frá því Salah Abdeslam, einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París, var handtekinn í Brussel. Abdeslam er talinn hafa verið lykilmaður við skipulagningu árásanna í París, sem kostuðu 130 manns lífið. Hann komst undan og var í felum þar til hann náðist í kjallara í húsi þar sem móðir vinar hans býr í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Vinurinn heitir Abid Aberkan. Lögreglan hafði fylgst með honum eftir að hann hafði sést við jarðarför bróður Abdeslams, sem hét Brahim Abdeslam. Brahim var eins og Salah einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París í nóvember. Brahim sprengdi sig þar í loft upp en Salah mun einnig hafa ætlað að sprengja sig, en hætt við á síðustu stundu. Brahim var borinn til grafar á fimmtudaginn í síðustu viku, daginn áður en Salah náðist. Aberkan var einn burðarmanna líkkistu Brahims. Eftir jarðarförina tók lögregla að fylgjast með íbúðinni, sem Aberkan bjó í ásamt móður sinni. Grunur lögreglu vaknaði eftir að mikið magn af pitsum var borið inn í húsið. Þar með tókst lögreglunni loks að handsama Salah, fjórum mánuðum eftir árásirnar í París. Þar í íbúðinni var einnig handtekinn annar maður, Amine Choukri. Loks hafði lögreglan stuttu síðar hendur í hári Aberkans í einu úthverfa Brussels. Lögreglan í Belgíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fyrir löngu búin að hafa uppi á Abdeslam.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Sjálfsvígsárásir í Brussel
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38